Opið hús fyrir ungt fólk og forráðamenn
Það verður opið hús hjá okkur laugardaginn 15. mars frá kl. 12.00 - 16.00

Komdu og kynntu þér nám í bílgreinum og hagnýtt starfsnám BL
Þjónustudeild BL býður ungu fólki og fjölskyldum þess að koma í heimsókn, skoða verkstæðið okkar á Sævarhöfða og réttingaverkstæðið á Viðarhöfða. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér aðstöðuna og starfsumhverfið í bílgreinum. Við tökum sérstaklega vel á móti ungu fólki, sem er að huga að námi á framhaldsstigi, og segjum því frá möguleikunum sem felast í fjölbreyttum og skemmtilegum störfum við þjónustu, viðgerðir og tæknistjórnun bíla framtíðarinnar.
Sjáumst á laugardaginn!
Þjónustuverkstæði BL
Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Réttinga- og málningarverkstæði BL
Viðarhöfða 4, 110 Reykjavík
Nánari upplýsingar um vinnustaðanám má finna hér Skoða vinnustaðanám BL