Hyundai INSTER meðal þriggja efstu í World Car Awards 2025
Hyundai Motor heldur áfram að láta til sín taka á heimsvísu en Hyundai INSTER hefur verið valinn meðal þriggja efstu í hinum virtu World Car Awards 2025. Hyundai INSTER er væntanlegur til landsins í haust.

Þetta er fjórða árið í röð sem Hyundai hlýtur viðurkenningu í keppninni og undirstrikar þetta sterka stöðu Hyundai í þróun og framleiðslu rafbíla á heimsvísu.
Hyundai er tilnefnt í þremur flokkum að þessu sinni:
World Car of the Year – Bíll ársins 2025
World Urban Car – Borgarbíll ársins
World Electric Vehicle – Rafbíll ársins
Góð frammistaða Hyundai heldur áfram
Hyundai hefur á undanförnum árum sannað sig sem leiðandi afl í bílaframleiðslu og sér í lagi á sviði rafbíla. Á síðasta ári hlaut Hyundai IONIQ 5 N titilinn World Performance Car 2024 og þar áður unnu bæði IONIQ 5 og IONIQ 6 þrefalda sigra árin 2022 og 2023. Báðar gerðir voru valdar Bíll ársins, Rafbíll ársins og hlutu einnig verðlaun fyrir hönnun ársins.
Þessi árangur staðfestir sterka stöðu Hyundai á heimsvísu og sýnir fram á metnaðarfulla þróun og nýsköpun, sérstaklega þegar kemur að rafbílum og tæknilausnum framtíðarinnar.
Ný kynslóð borgarrafbíla
Hyundai INSTER er nýr og metnaðarfullur fulltrúi A-flokks smárra rafbíla með einkennandi hönnun, framúrskarandi drægni og háþróaðri tækni. Bíllinn býður upp á hraðhleðslu þar sem hægt er að hlaða úr 10% í 80% á um það bil 30 mínútum. Langdrægari útgáfa bílsins með 49 kWh rafhlöðu býður upp á allt að 370 km drægni samkvæmt mælingum framleiðanda.
Úrslitin verða kynnt á New York International Auto Show miðvikudaginn 16. apríl 2025 þar sem spennandi verður að fylgjast með hvort Hyundai INSTER nái alla leið.